Afplánun í meðferð eða á heilbrigðisstofnun

Fangelsismálastofnun getur, að undangengnu sérfræðiáliti, leyft að fangi sé vistaður um stundarsakir eða allan refsitímann á heilbrigðis- eða meðferðarstofnun. Fangelsismálastofnun getur sett sérstök skilyrði fyrir vistun fanga þar.

Afplánun áfengis- og/vímuefnameðferð

Um tvennskonar möguleika er að ræða í afplánun í meðferð.


Afplánun að fullu í meðferð 


Beiðni um afplánun í meðferð að fullu þarf að berast fangelsismálastofnun frá meðferðarstofnun. Umsóknin er í kjölfarið lögð fyrir fund hjá fangelsismálastofnun og m.a. metin út frá lengd dóms, fyrri afplánunum og óloknum málum hjá lögrelgu.

Ef um vararefsingu (fjársekt) er að ræða þá er hámarks lengd afplánunar í meðferð 10 dagar.


Ljúka afplánun í meðferð, viðkomandi hefur þá verið í afplánun í fangelsi 


Hægt er að sækja um að ljúka afplánun í meðferð, annað hvort hjá SÁÁ eða á Hlaðgerðarkoti. Samþykki fyrir afplánun í meðferð er annars vegar háð samþykki meðferðarstofnunar og plássum þar. Hins vegar háð samþykki fangelsismálastofnun, en hvert tilvik er metið m.a. út frá áhættuþáttum, meðferðarsögu, óloknum málum hjá lögreglu og agabrotum í afplánun.

Umsóknareyðublað um áfengis-/vímuefniameðferð meðan á afplánun refsivistar stendur.

Afplánun á heilbrigðisstofnun

Í sérstökum tilvikum er fangelsismálastofnun heimilt að vista fanga á heilbrigðisstofnun í skemmri eða lengri tíma. Beiðni um slíka afplánun getur komið frá heilbrigðiststofnun eða að fangelsismálastofnun óskar eftir vistun fanga í samráði við heilbrigðisstofnun. Bent er á að hafa samband við félagsráðgjafa fangelsismálastofnunar sé óskað frekari upplýsinga. Hægt er að nálgast netföng og símanúmer á hér á vefnum.