Fangelsið Litla Hrauni
Litla-Hrauni
820 Eyrarbakka
Sími: 520 5900
Netfang: VardstjoriLH@fangelsi.is
Sjá kort
Forstöðumaður fangelsisins er Halldór Valur Pálsson. Hann er einnig forstöðumaður Fangelsisins Sogni og Hólmsheiði.
Fangelsið Litla-Hrauni var stofnað 8. mars 1929 og hefur starfað samfellt síðan. Fangelsið er lokað fangelsi með átta deildir sem rúma allt að 83 karlfanga.
Þar starfa að jafnaði um 85 starfsmenn. Þar eru fangaverðir á þrískiptum vöktum sem sinna almennri fangavörslu og einnig verkstjórar í dagvinnu sem stjórna vinnu og hafa umsjón með verslun og öðrum verkefnum. Til viðbótar er skrifstofufólk, meðferðarfulltrúar, og starfsfólk í eldhúsi.
Ein fangadeildin er rekin sem sérstök meðferðardeild þar sem fer fram vímuefnameðferð undir umsjón meðferðarfulltrúa og sálfræðinga.
Móttaka sendinga til fanga er frá kl. 08:00 - 16:00 mánudaga - fimmtudaga og frá kl. 08:00 - 12:00 á föstudögum.
Í fangelsinu eru sex vinnustaðir fyrir fanga sem sinna fjölbreyttum verkefnum. Hægt er að panta númeraplötur og aðrar vörur sem framleiddar eru á Litla-Hrauni með því að senda póst á netfangið: lhmot@fangelsi.is
Vinna fanga
Verkefni í fangavinnu eru eftirfarandi:
- Bílaþvottur
- Bílnúmera- og skiltagerð
- Flokkun málma til endurvinnslu
- Járnsmíði
- Matseld á deildum
- Trésmíði
- Viðgerðir á stikum fyrir Vegagerðina
- Viðhald
- Þrif og umhirða á sameiginlegum rýmum og lóð fangelsisins
- Þvottahús
- Öskjugerð fyrir skjalasöfn
- Önnur verkefni til lengri og skemmri tíma
Nám
Fangar geta stundað nám í fangelsinu en á staðnum er boðið upp á nám á framhaldsskólastigi í samvinnu við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Kennslustjóri og námsráðgjafi eru með starfsstöð í fangelsinu. Dæmi eru um að fangar stundi fjarnám við aðra menntaskóla og einnig við háskóla.
Náms- og starfsráðgjöf
Meginmarkmið náms- og starfsráðgjafar er að efla vitund einstaklinga um hæfileika sína, viðhorf og áhuga þannig að þeir geti notið sín í námi og starfi. Ráðgjöfinni er ætlað að auðvelda fólki, á hvaða aldri sem er og við hvaða aðstæður sem er, að átta sig á styrkleikum sínum, færni og áhuga til að eiga hægara með að ákveða stefnu í námi og starfi. Allir fangar geta leitað til náms- og starfsráðgjafa allan afplánunartímann í netfangið: klara@fsu.is
Meðferðarstarf
AA samtökin eru með reglulega fundi í fangelsinu.