Fangelsið Sogni

Sogn 
816 Ölfusi
Sími: 520 5971
Netfang: vardstjoriso@fangelsi.is
Sjá kort

Forstöðumaður fangelsisins er Halldór Valur Pálsson. Hann er einnig er forstöðumaður Fangelsisins Litla-Hrauni og Hólmsheiði.

Fangelsið er staðsett í Ölfusi, skammt frá Hveragerði. Það var tekið í notkun 1. júní 2012 og þar er pláss fyrir 21 fanga við góðar aðstæður. Fangelsið er skilgreint sem opið fangelsi sem felur í sér að þar eru engar girðingar eða múrar sem afmarka fangelsið en fangar þurfa að vera tilbúnir til að fylgja skýrum reglum. 

Föngum í fangelsinu er ætlað að stunda vinnu eða nám og þeir þurfa að vera tilbúnir til að taka þátt í þeirri starfsemi sem fer fram í fangelsinu á hverjum tíma með jákvæðu hugarfari.

Í fangelsinu starfa samtals 13 starfsmenn, varðstjóri og 12 fangaverðir á þrískiptum vöktum. 

Vinna fanga

Verkefni í fangavinnu eru eftirfarandi:

  • Eldamennska
  • Fiskeldi
  • Garðvinna
  • Viðhald 
  • Þrif
  • Umhirða á hænum
  • Önnur verkefni svo sem störf í nágrenninu í samvinnu við bændur og aðra samstarfsaðila. Þá er jafnframt aðstaða til að sinna ýmsum vinnuverkefnum á staðnum í vinnusal en þar sinna fangar fjölbreyttum verkefnum til lengri eða skemmri tíma.

Nám

Fangar geta stundað nám í fangelsinu en á staðnum er boðið upp á nám á framhaldsskólastigi í samvinnu við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Kennslustjóri og námsráðgjafi eru með starfsstöð í fangelsinu. Dæmi eru um að fangar stundi fjarnám við aðra menntaskóla og einnig við háskóla. 

Náms- og starfsráðgjöf

Meginmarkmið náms- og starfsráðgjafar er að efla vitund einstaklinga um hæfileika sína, viðhorf og áhuga þannig að þeir geti notið sín í námi og starfi. Ráðgjöfinni er ætlað að auðvelda fólki, á hvaða aldri sem er og við hvaða aðstæður sem er, að átta sig á styrkleikum sínum, færni og áhuga til að eiga hægara með að ákveða stefnu í námi og starfi. Allir fangar geta leitað til náms- og starfsráðgjafa allan afplánunartímann í netfangið: klara@fsu.is